Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar 23. nóvember 2024 09:01 Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun