Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Siggeir Ævarsson skrifar 23. nóvember 2024 19:32 Hugo Alvarez fagnar jöfnunarmarkinu Vísir/Getty Barcelona missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo. Gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Raphinha og Robert Lewandowski. Seinna markið kom á 61. mínútu og virtust Börsungar hafa góð tök á leiknum en mögulega leið þeim of vel með forskotið. Heimamenn sóttu í sig veðrið, þá ekki síst eftir að Marc Casadó fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu og komu boltanum fljótlega í netið. Það mark var dæmt af en skömmu síðar skoraði Alfon Gonzalez mark sem fékk að standa og Hugo Alvarez hamraði boltann svo í netið tveimur mínútum síðar og jafnt á öllum tölum. Það urðu lokatölur leiksins en Barcelona er þó áfram á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm stigum á undan Atlético Madrid og sjö stigum á undan Real Madrid en Real á tvo leiki til góða á bæði lið. Spænski boltinn
Barcelona missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo. Gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Raphinha og Robert Lewandowski. Seinna markið kom á 61. mínútu og virtust Börsungar hafa góð tök á leiknum en mögulega leið þeim of vel með forskotið. Heimamenn sóttu í sig veðrið, þá ekki síst eftir að Marc Casadó fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu og komu boltanum fljótlega í netið. Það mark var dæmt af en skömmu síðar skoraði Alfon Gonzalez mark sem fékk að standa og Hugo Alvarez hamraði boltann svo í netið tveimur mínútum síðar og jafnt á öllum tölum. Það urðu lokatölur leiksins en Barcelona er þó áfram á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm stigum á undan Atlético Madrid og sjö stigum á undan Real Madrid en Real á tvo leiki til góða á bæði lið.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn