Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2024 16:37 Jón Ármann vill koma gögnum til lögreglunnar en hann telur ekki vert að það verði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem taki við rannsókn málsins, þeir væru þá í og með að rannsaka sjálfa sig. vísir Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. „Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
„Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira