Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:01 Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla. Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð, og Andrea Þórunn Björnsdóttir, eða amma Andreu, hlutu viðurkenningu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi árið 2024 við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Var þetta í fyrsta sinn sem tvær viðurkenningar eru afhentar. Auk viðurkenningarinnar ákváðu Barnaheill að veita viðurkenningarhöfum í fyrsta sinn peningastyrk að upphæð 500 þúsund krónur sem nýta á í þau frábæru verkefni sem þau halda úti. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Karenu Rún Helgadóttur og Hjörleifi Steini Þórissyni frá Flotanum og Ömmu Andreu viðurkenninguna og hélt stutt ávarp. Góðverk ömmu Andreu til fyrirmyndar Að sögn Barnaheilla er Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem gengur undir nafninu amma Andrea, mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik. Í fjölda ára hefur hún staðið fyrir söfnunum til að styðja við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða annarra áfalla. Framtak Andreu er einstakt og ósérhlífið en myndi ekki ganga upp nema vegna aðkomu þeirra sem gefa söluvarning og þeirra sem kaupa hann eða styrkja starfið að öðru leyti. Því má segja að þetta góðverk ömmu Andreu sé fyrirmyndar samfélagsverkefni þar sem stórkostlegt einstaklingsframtak hennar sé öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ásamt ömmu Andreu. Draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga Starf Flotans er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu líkt og gert er í félagsmiðstöðvastarfi. Í umsögninni sem fylgdi einni tilnefningunni segir Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er gríðarlega mikilvægt verkefni sem snýr að því að stuðla að öryggi og velferð unglinga, vinna að forvörnum og draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga. Í starfi Flotans ferðast starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um borgina (oft utan opnunartíma félagsmiðstöðva) með það að markmiði að kortleggja stöðu á áhættuhegðun meðal unglinga og mynda tengsl við unglinga í viðkvæmri stöðu, vera til staðar fyrir þau, byggja upp traust og stuðla þannig að öryggi þeirra. Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla. Réttindi barna Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira
Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Var þetta í fyrsta sinn sem tvær viðurkenningar eru afhentar. Auk viðurkenningarinnar ákváðu Barnaheill að veita viðurkenningarhöfum í fyrsta sinn peningastyrk að upphæð 500 þúsund krónur sem nýta á í þau frábæru verkefni sem þau halda úti. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Karenu Rún Helgadóttur og Hjörleifi Steini Þórissyni frá Flotanum og Ömmu Andreu viðurkenninguna og hélt stutt ávarp. Góðverk ömmu Andreu til fyrirmyndar Að sögn Barnaheilla er Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem gengur undir nafninu amma Andrea, mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik. Í fjölda ára hefur hún staðið fyrir söfnunum til að styðja við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða annarra áfalla. Framtak Andreu er einstakt og ósérhlífið en myndi ekki ganga upp nema vegna aðkomu þeirra sem gefa söluvarning og þeirra sem kaupa hann eða styrkja starfið að öðru leyti. Því má segja að þetta góðverk ömmu Andreu sé fyrirmyndar samfélagsverkefni þar sem stórkostlegt einstaklingsframtak hennar sé öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ásamt ömmu Andreu. Draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga Starf Flotans er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu líkt og gert er í félagsmiðstöðvastarfi. Í umsögninni sem fylgdi einni tilnefningunni segir Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er gríðarlega mikilvægt verkefni sem snýr að því að stuðla að öryggi og velferð unglinga, vinna að forvörnum og draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga. Í starfi Flotans ferðast starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um borgina (oft utan opnunartíma félagsmiðstöðva) með það að markmiði að kortleggja stöðu á áhættuhegðun meðal unglinga og mynda tengsl við unglinga í viðkvæmri stöðu, vera til staðar fyrir þau, byggja upp traust og stuðla þannig að öryggi þeirra. Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla.
Réttindi barna Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira