Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 10:50 Stjórnmálamenn túlka lækkun vaxta hver með sínum hætti en í dag eru tíu dagar til alþingiskosninga. Vísir Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira