Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 07:30 Lárus Orri Sigurðsson er á því að þetta sé komið gott hjá Åge Hareide og að hann eigi að hætta með íslenska landsliðið. Getty/Catherine Ivill/S2 Sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports, voru ekki sammála í gær þegar kom að umræðunni um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins og hvort að Åge Hareide eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins. Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira