Fótbolti

Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson í einu af mörgum dauðafærum sínum í leiknum í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson í einu af mörgum dauðafærum sínum í leiknum í kvöld. Getty/Dan Istitene

Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum.

Áður höfðu Englendingar og Norðmenn tryggt sér sæti í A-deild með því að vinna sína riðla í B-deildinni.

Úkraína og Tyrkland fara í umspil um sæti í A-deild alveg eins og Grikkland og Austurríki.

Íslenska landsliðið fer í umspil um að halda sæti sínu í B-deildinni en Georgía, Slóvenía og Írland eru einnig í þeirri stöðu af liðunum úr B-deildinni.

Albanía, Finnland, Svartfjallaland og Kasakstan eru aftur á móti fallin niður í C-deild.

Svíþjóð, Rúmenía (eða Kósóvó), Norður-Írland og Norður-Makedónía fara beint upp úr C-deildinni en í umspilið með Íslandi fara Slóvakía, Kósóvó (eða Rúmenía), Búlgaría og Armenía.

Leik Rúmena og Kósóvó var hætt vegna rasískra kalla úr stúkunni og það er ekki ljóst hvernig framhaldið verður. Líklegast er þó að Kósóvó verði í umspilinu með Íslandi.

  • Þjóðir sem fóru upp í A-deild:
  • Tékkland
  • Wales
  • England
  • Noregur
  • -
  • Þjóðir sem fara í umspil um sæti í A-deild:
  • Úkraína
  • Tyrkland
  • Grikkland
  • Austurríki
  • -
  • Þjóðir sem fóru beint upp í B-deild:
  • Svíþjóð
  • Rúmenía (eða Kósóvó)
  • Norður-Írland
  • Norður-Makedónía
  • -
  • Þjóðir sem fara í umspil um sæti í B-deild:
  • Ísland
  • Georgía
  • Slóvenía
  • Írland
  • ... úr C-deildinni koma þá
  • Slóvakía
  • Líklegast Kósóvó (eða Rúmenía)
  • Búlgaría
  • Armenía
  • -
  • Þjóðir sem féllu niður í C-deild:
  • Albanía
  • Finnland
  • Svartfjallaland
  • Kasakstan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×