Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 19:16 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla. „Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
„Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira