Fótbolti

Biðu eftir ís­lenska liðinu á flug­vellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Orri Steinn Óskarsson gefa eiginhandaráritanir á flugvellinum í Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson og Orri Steinn Óskarsson gefa eiginhandaráritanir á flugvellinum í Cardiff. vísir/aron

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sér aðdáendur víða eins og kom í ljós þegar það lenti á flugvellinum í Cardiff í dag.

Ísland sigraði Svartfjallaland, 0-2, í Þjóðadeildinni í gær. Íslenska liðið mætir Wales í lokaleik sínum í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildarinnar á þriðjudaginn.

Íslendingar lentu í Cardiff í dag. Á flugvellinum biðu spenntir aðdáendur eftir íslenska liðinu, sólgnir í eiginhandaráritanir. Og íslensku leikmennirnir og þjálfararnir urðu við þeim beiðnum.

Ef Ísland vinnur Wales endar liðið í 2. sæti riðilsins og fer þar af leiðandi í umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar. Vinnist leikurinn í Cardiff á þriðjudaginn fara Íslendingar í umspil um að halda sér í B-deildinni.

Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19:45 á þriðjudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×