Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 16. nóvember 2024 13:40 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir von á frekari breytingum fram að kosningum. Vísir/Stöð 2 Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. „Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði