Fótbolti

Hafa lagt extra mikið í greiningu á á­kveðnum þætti í leik Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands
Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands Vísir/Getty

Lið Svart­fellinga hefur gefið föstu leik­at­riðum Ís­lands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóða­deild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðs­heild ís­lenska liðsins einn af styrk­leikum þess.

„Við erum ekki í þægi­legri stöðu eftir úr­slit undan­farinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svart­fjalla­lands í viðtali við íþrótta­deild en Svart­fjalla­land er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykja­vík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“

Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ís­land sem verður að sækja stig og treysta á að Wa­les tapi stigum gegn Tyrk­landi á úti­velli. Slík úr­slit myndu stilla upp hreinum úr­slita­leik við Wa­les á þriðju­daginn kemur um um­spilssæti í A-deild.

Að­spurður um helstu ógnina við lið Ís­lands hafði Prosinecki hann þetta að segja:

„Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðug­leika og vilja spila 4-4-2 leik­kerfið. Liðs­heildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrk­leiki Ís­lands. Við ein­beitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en ein­st leik­mönnum. Þá eru föstu leik­at­riðin ein af þeirra styrk­leikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykja­vík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“

Svart­fellingar gefa föstu leik­at­riðum Ís­lands meiri gaum í að­draganda leiksins en bæði mörk Ís­lands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leik­at­riðum.

„Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leik­at­riðin eru einn þeirra helsti styrk­leiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undir­búa okkur fyrir föstu leik­at­riði Ís­lands.“

Svart­fellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Ís­landi. Fyrir­liðinn Stevan Jovetic tekur út leik­bann.

„Hann er mikilvægur leik­maður fyrir okkur, fyrir­liði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svart­fjalla­lands.

Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“

Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×