Sveindís Jane og félagar hennar í þýska liðinu Wolfsburg unnu 5-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi.
Sveindís byrjaði inn á en var tekin af velli á 56. mínútu í stöðunni 1-0.
Þetta var fyrsti sigur Wolfsburg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Lyn og Roma.
Mörk Wolfsburg skoruðu þær Joelle Wedemeyer á 24. mínútu og Rebecka Blomqvist en sú síðarnefnda skoraði bæði á 63. og 78. mínútu. Fjórða markið skoraði síðan Blomqvist í uppbótatímanum og innsiglaði þar með þrennu sína. Þær voru ekki hættar og bættu við fimmta markinu á sjöundu mínútu uppbótatímans sem Vivien Endemann skoraði.
Amanda og félagar í hollenska liðinu Twente töpuðu stórt á útivelli á móti Real Madrid.
Real Madrid vann leikinn 7-0 eftir að hafa verið 2-0 yfir i hálfleik. Twente var með einn sigur og eitt tap fyrir leikinn en Real Madrid er nú með tvo sigra í fyrstu þremur leikjum sínum.
Mörk Real Madrid skoruðu þær Maria Mendez (2 mörk), Oihane Hernandez, Caroline Weir, Signe Bruun, Naomie Feller og Carla Camacho.
Amanda spilaði fyrstu 83 mínúturnar í leiknum.