Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:17 Jón Daði í leik með Wrexham. Gary Oakley/Getty Images Jón Daði Böðvarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Hollywood-lið Wrexham þegar liðið mætti Port Vale í EFL-bikarnum í fótbolta. Kom hann að eina marki Wrexham í leiknum. Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira