Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 19:51 Alessia Russo og stöllur unnu frábæran sigur í kvöld. Alex Burstow/Getty Images Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. Skytturnar hafa verið að snúa við blaðinu undanfarnar vikur eftir slaka byrjun á tímabilinu. Í kvöld fór liðið til Ítalíu og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Juventus sem kemur liðinu í góða stöðu þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Hin norska Frida Leonhardsen-Maanum kom Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik eftir undirbúning Caitlin Foord, staðan 0-1 í hálfleik. 😍 Arsenal with passing that soothes the soul to get the opener away at Juventus!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/dxPcuaJs33— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tóku Skytturnar frá Lundúnum yfir leikinn og kláruðu leikinn. Stina Blackstenius tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Mariona Caldentey sem skoraði svo sjálf þriðja markið . 😍 MA-RI-O-NA ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/4Hy8a6lpqQ— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Foord, sem hafði lagt upp fyrsta markið, var svo sjálf á skotskónum þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs lektíma. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur leiksins. 4️⃣ FOORD FOR ARSENAL ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/zFPKd1gWLp— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Arsenal nú með sex stig í C-riðli líkt og Bayern München sem mætir Vålerenga síðar í kvöld. Juventus er með þrjú stig eftir þrjá leiki. Eftir óvænt 2-0 tap gegn Manchester City í fyrstu umferð hefur Barcelona nú unnið tvo leiki í röð og skorað 15 mörk í leikjunum. Í síðustu umferð unnu Evrópumeistararnir 9-0 sigur á Hammarby og í kvöld unnu Börsungar 7-0 sigur á St. Pölten. Claudia Pina skoraði tvívegis á meðan Ewa Pajor, Kika Nazareth, Aitana Bonmatí, Keira Walsh og Graham skoruðu eitt mark hver. 👌 The combo between Patri and Graham...Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/AXHPkusVvK— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Barcelona er með sex stig í D-riðli líkt og Man City sem Hammarby síðar í kvöld. St. Pölten er án stiga í botnsætinu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Skytturnar hafa verið að snúa við blaðinu undanfarnar vikur eftir slaka byrjun á tímabilinu. Í kvöld fór liðið til Ítalíu og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Juventus sem kemur liðinu í góða stöðu þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Hin norska Frida Leonhardsen-Maanum kom Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik eftir undirbúning Caitlin Foord, staðan 0-1 í hálfleik. 😍 Arsenal with passing that soothes the soul to get the opener away at Juventus!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/dxPcuaJs33— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tóku Skytturnar frá Lundúnum yfir leikinn og kláruðu leikinn. Stina Blackstenius tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Mariona Caldentey sem skoraði svo sjálf þriðja markið . 😍 MA-RI-O-NA ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/4Hy8a6lpqQ— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Foord, sem hafði lagt upp fyrsta markið, var svo sjálf á skotskónum þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs lektíma. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur leiksins. 4️⃣ FOORD FOR ARSENAL ❗Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/zFPKd1gWLp— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Arsenal nú með sex stig í C-riðli líkt og Bayern München sem mætir Vålerenga síðar í kvöld. Juventus er með þrjú stig eftir þrjá leiki. Eftir óvænt 2-0 tap gegn Manchester City í fyrstu umferð hefur Barcelona nú unnið tvo leiki í röð og skorað 15 mörk í leikjunum. Í síðustu umferð unnu Evrópumeistararnir 9-0 sigur á Hammarby og í kvöld unnu Börsungar 7-0 sigur á St. Pölten. Claudia Pina skoraði tvívegis á meðan Ewa Pajor, Kika Nazareth, Aitana Bonmatí, Keira Walsh og Graham skoruðu eitt mark hver. 👌 The combo between Patri and Graham...Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/AXHPkusVvK— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Barcelona er með sex stig í D-riðli líkt og Man City sem Hammarby síðar í kvöld. St. Pölten er án stiga í botnsætinu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira