Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2024 20:05 Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og bóndi á Stokkseyrarseli við póstkassann, sem krummarnir eru duglegir að opna þegar þau Sigurður Torfi sjá ekki til þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira