Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 09:29 Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Vísir Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira