Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2024 12:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir minnir á að hún hafi ekki verið kjörin fulltrúi þegar hún lét ummæli um Trump falla árið 2015. Þá stefndi hann á kjör sem forseti Bandaríkjanna sem hann náði nokkuð óvænt innan við ári síðar. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir löngu hafa gleymt tísti frá 2015 þar sem hún kallaði Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna þröngsýnan, fáfróðan og fordómafullan fábjána. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og verður sá 47. í röðinni. Sigur Trumps var nokkuð afgerandi og hafa þjóðarleiðtogar og utanríkisráðherrar um allan heim óskað honum til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. Á meðan margir fagna sigri Trump er fjölmennur hópur fólks um heim allan ósáttur við kjör hans. Til dæmis hér á Íslandi en fram kom í könnun Prósents á dögunum að aðeins einn af hverjum tíu Íslendingum styddi Trump í forsetakosningunum. Þetta er í annað skiptið sem Trump er kjörinn forseti. Sigur hans í baráttunni við Hillary Clinton árið 2016 var nokkuð óvæntur en þá eins og nú virðast stuðningur við Trump hafa verið vanmetinn í skoðanakönnunum. Trump hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni og greiðslu til klámmyndaleikkonu. Þá hefur hann verið ákærður fyrir að hafa með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2020 sem hann tapaði. Meðal þeirra sem hafa sagt sína skoðun á Trump opinberlega og gagnrýnt harðlega er Þórdís Kolbrún. Mannlíf rifjaði í gær upp tíst hennar frá árinu 2015. Þá var Þórdís Kolbrún aðstoðarmaður Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Fordómafullur fábjáni „Trump er þröngsýnn, fáfróður, fordómaf. fábjáni. Hans málfl. er markmið hryðjuv.manna. Að hans fylgjendur telji okkur hin naív er hjákátlegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í tísti þann 9. desember 2015. Hún var spurð út í þessi ummæli að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er áratugagamalt tíst sem ég mundi ekkert eftir því að hafa skrifað. Ég var ekki lýðræðislega kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út og hann var heldur ekki kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út. Hann hefur áður verið forseti í Bandaríkjunum og samstarf Íslands og Bandaríkjanna gekk vel þá. Ég geri ráð fyrir því að það geri það áfram núna. Bandaríkin eru auðvitað einn okkar nánasti bandamaður, bæði á sviði varnarmála, viðskipta, utanríkisviðskipta og frekara samstarfs. Ég hlakka til að sjá hvernig liðinu verður stillt upp og við höldum uppi okkar samtali og hagsmunagæslu. Við gerum það auðvitað af Íslands hálfu og í samstarfi við Norðurlöndin. Við erum þegar farin að ræða okkar á milli hvernig það verður gert,“ segir Þórdís Kolbrún. Trump fór mikinn á Twitter á þessum tíma en þá var hann að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Sama dag og Þórdís tísti var Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, kjörin maður ársins hjá Time. Trump brást illa við, sagðist hafa átt verðlaunin skilið og Time myndi aldrei velja hann mann ársins. Tímaritið hefði valið manneskjuna sem væri að leggja Þýskaland í rúst. Tveimur dögum fyrr hafði hann kallað eftir banni við því að múslimar fengju að koma til Bandaríkjanna eftir fjöldamorðin í San Bernardino í Kaliforníu. Ummæli Þórdísar um Trump frá því fyrir níu árum eru ekki þau einu sem rifjuð hafa verið upp að undanförnu. Erlendir fjölmiðlar hafa meðal annars vakið athygli á ummælum sem sjálfur verðandi varaforseti Trump, JD Vance, lét falla fyrir átta árum í aðdraganda kosninganna 2016 þegar hann líkti Trump við Adolf Hitler og sagði hann vera „fávita.“ Óvissa með Úkraínu Þórdís var einnig spurð hvorn kostinn hún hefði viljað, Harris eða Trump, með tilliti til hagsmuna Íslendinga. „Auðvitað er óvissuþáttur hvað varðar stuðning við Úkraínu og hvernig það allt saman fer. Það snýr ekki bara að örlögum þeirra heldur þá örlögum Evrópu og framhaldsins þar. Það sem ég vil auðvitað sjá í Bandaríkjunum sem lýðræðisríki eins og öllum öðrum eru almennilegar kosningar þar sem vilji fólksins kemur fram. Það var þarna og niðurstaðan bara mjög afgerandi sem ég held að sé gott. Það fer ekki milli mála hvernig landið liggur í Bandaríkjunum,“ sagði Þórdís. Vísaði hún þar til heimsóknar Svetlönu Tsíkanovskaju, leiðtoga stjórnarandstöðu Belarús, í síðustu viku. Hún hvatti Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn sem mætti ekki taka sem sjálfsögðum hlut. „Þau sem búa í ríkjum þar sem þau fá ekki að kjósa frjálst, eins og Svetlana benti á sem var hérna í síðustu viku, að hún öfundi þá og samgleðjist þeim sem viti ekki hver verður næsti forseti eða forsætisráðherra í þeirra landi. Vegna þess að sums staðar er það ekki þannig. Mér finnst það vera aðalatriðið að vilji fólksins komi fram og hann kom sannarlega fram þarna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Utanríkismál Bandaríkin X (Twitter) Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og verður sá 47. í röðinni. Sigur Trumps var nokkuð afgerandi og hafa þjóðarleiðtogar og utanríkisráðherrar um allan heim óskað honum til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. Á meðan margir fagna sigri Trump er fjölmennur hópur fólks um heim allan ósáttur við kjör hans. Til dæmis hér á Íslandi en fram kom í könnun Prósents á dögunum að aðeins einn af hverjum tíu Íslendingum styddi Trump í forsetakosningunum. Þetta er í annað skiptið sem Trump er kjörinn forseti. Sigur hans í baráttunni við Hillary Clinton árið 2016 var nokkuð óvæntur en þá eins og nú virðast stuðningur við Trump hafa verið vanmetinn í skoðanakönnunum. Trump hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni og greiðslu til klámmyndaleikkonu. Þá hefur hann verið ákærður fyrir að hafa með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2020 sem hann tapaði. Meðal þeirra sem hafa sagt sína skoðun á Trump opinberlega og gagnrýnt harðlega er Þórdís Kolbrún. Mannlíf rifjaði í gær upp tíst hennar frá árinu 2015. Þá var Þórdís Kolbrún aðstoðarmaður Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Fordómafullur fábjáni „Trump er þröngsýnn, fáfróður, fordómaf. fábjáni. Hans málfl. er markmið hryðjuv.manna. Að hans fylgjendur telji okkur hin naív er hjákátlegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í tísti þann 9. desember 2015. Hún var spurð út í þessi ummæli að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er áratugagamalt tíst sem ég mundi ekkert eftir því að hafa skrifað. Ég var ekki lýðræðislega kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út og hann var heldur ekki kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út. Hann hefur áður verið forseti í Bandaríkjunum og samstarf Íslands og Bandaríkjanna gekk vel þá. Ég geri ráð fyrir því að það geri það áfram núna. Bandaríkin eru auðvitað einn okkar nánasti bandamaður, bæði á sviði varnarmála, viðskipta, utanríkisviðskipta og frekara samstarfs. Ég hlakka til að sjá hvernig liðinu verður stillt upp og við höldum uppi okkar samtali og hagsmunagæslu. Við gerum það auðvitað af Íslands hálfu og í samstarfi við Norðurlöndin. Við erum þegar farin að ræða okkar á milli hvernig það verður gert,“ segir Þórdís Kolbrún. Trump fór mikinn á Twitter á þessum tíma en þá var hann að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Sama dag og Þórdís tísti var Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, kjörin maður ársins hjá Time. Trump brást illa við, sagðist hafa átt verðlaunin skilið og Time myndi aldrei velja hann mann ársins. Tímaritið hefði valið manneskjuna sem væri að leggja Þýskaland í rúst. Tveimur dögum fyrr hafði hann kallað eftir banni við því að múslimar fengju að koma til Bandaríkjanna eftir fjöldamorðin í San Bernardino í Kaliforníu. Ummæli Þórdísar um Trump frá því fyrir níu árum eru ekki þau einu sem rifjuð hafa verið upp að undanförnu. Erlendir fjölmiðlar hafa meðal annars vakið athygli á ummælum sem sjálfur verðandi varaforseti Trump, JD Vance, lét falla fyrir átta árum í aðdraganda kosninganna 2016 þegar hann líkti Trump við Adolf Hitler og sagði hann vera „fávita.“ Óvissa með Úkraínu Þórdís var einnig spurð hvorn kostinn hún hefði viljað, Harris eða Trump, með tilliti til hagsmuna Íslendinga. „Auðvitað er óvissuþáttur hvað varðar stuðning við Úkraínu og hvernig það allt saman fer. Það snýr ekki bara að örlögum þeirra heldur þá örlögum Evrópu og framhaldsins þar. Það sem ég vil auðvitað sjá í Bandaríkjunum sem lýðræðisríki eins og öllum öðrum eru almennilegar kosningar þar sem vilji fólksins kemur fram. Það var þarna og niðurstaðan bara mjög afgerandi sem ég held að sé gott. Það fer ekki milli mála hvernig landið liggur í Bandaríkjunum,“ sagði Þórdís. Vísaði hún þar til heimsóknar Svetlönu Tsíkanovskaju, leiðtoga stjórnarandstöðu Belarús, í síðustu viku. Hún hvatti Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn sem mætti ekki taka sem sjálfsögðum hlut. „Þau sem búa í ríkjum þar sem þau fá ekki að kjósa frjálst, eins og Svetlana benti á sem var hérna í síðustu viku, að hún öfundi þá og samgleðjist þeim sem viti ekki hver verður næsti forseti eða forsætisráðherra í þeirra landi. Vegna þess að sums staðar er það ekki þannig. Mér finnst það vera aðalatriðið að vilji fólksins komi fram og hann kom sannarlega fram þarna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Utanríkismál Bandaríkin X (Twitter) Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira