Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2024 09:02 Racheal Kundananji er dýrasta knattspyrnukona heims eftir að Bay FC keypti hana frá spænska félaginu Madrid CFF. Getty/Lyndsay Radnedge Knattspyrnukonan Racheal Kundananji er dýrasta knattspyrnukona heims og hún sýndi óvenjuleg og ótrúleg tilþrif í bandaríska kvennafótboltanum á dögunum. Í ljós kom að hún var að herma eftir götustrákum í Suður-Afríku. Kundananji er frá Sambíu en spilar með Bay FC í bandarísku NWSL deildinni. Hún kom til bandaríska liðsins í febrúar frá Madrid CFF á Spáni og var þá dýrasta knattspyrnukona heims enda kostaði hún 862 þúsund dollara eða meira en 118 milljónir króna. Kundananji er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í 21 leikjum á tímabilinu. Kundananji og félagar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum á Houston Dash um síðustu helgi. Kundananji skoraði tvö mörk í leiknum en það voru þó önnur tilþrif hennar sem vöktu mesta athygli. Hún stóð þá á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Kundananji ræddi þetta uppátæki sitt við ESPN. „Ég var stundum að horfa á myndbönd frá Suður Afríku. Þetta voru leikir úr gettóunum þar sem þeir spila á velli þar sem er ekkert gras. Þeir taka upp á ýmsu í leikjum sinum,“ sagði Racheal Kundananji. „Ég apaði þetta eftir þeim og hugsaði mér að prófa þetta einn daginn. Ég sagði síðan liðsfélögunum mínum fyrir leikinn um helgina að ég ætlaði að gera þetta í þessum leik,“ sagði Kundananji. „Mig hafði lengi langað til að gera þetta ef við værum yfir í leik. Ég lét svo bara vaða,“ sagði Kundananji hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by ESPN Africa (@espnafrica) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Kundananji er frá Sambíu en spilar með Bay FC í bandarísku NWSL deildinni. Hún kom til bandaríska liðsins í febrúar frá Madrid CFF á Spáni og var þá dýrasta knattspyrnukona heims enda kostaði hún 862 þúsund dollara eða meira en 118 milljónir króna. Kundananji er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í 21 leikjum á tímabilinu. Kundananji og félagar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum á Houston Dash um síðustu helgi. Kundananji skoraði tvö mörk í leiknum en það voru þó önnur tilþrif hennar sem vöktu mesta athygli. Hún stóð þá á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Kundananji ræddi þetta uppátæki sitt við ESPN. „Ég var stundum að horfa á myndbönd frá Suður Afríku. Þetta voru leikir úr gettóunum þar sem þeir spila á velli þar sem er ekkert gras. Þeir taka upp á ýmsu í leikjum sinum,“ sagði Racheal Kundananji. „Ég apaði þetta eftir þeim og hugsaði mér að prófa þetta einn daginn. Ég sagði síðan liðsfélögunum mínum fyrir leikinn um helgina að ég ætlaði að gera þetta í þessum leik,“ sagði Kundananji. „Mig hafði lengi langað til að gera þetta ef við værum yfir í leik. Ég lét svo bara vaða,“ sagði Kundananji hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by ESPN Africa (@espnafrica)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira