Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Orri Steinn Óskarsson hefur átt frábært ár. Real Sociedad Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. CIES, rannsóknarhópur sem tekur saman ýmsa tölfræði og aðra hluti tengda fótbolta, skipaði hundrað manna listann. Orri var í upphafi sumars metinn á 15,2 milljónir evra af CIES. Hann var síðan keyptur af Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar á tuttugu milljónir evra. Eftir góða spilamennsku undanfarið er virði hans nú talið vera 36 milljónir evra. Það er rúmlega tuttugu milljóna stökk, að mati CIES, á aðeins hálfu ári. Orri hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins spilað að meðaltali 36 mínútur í leik. Það gerir eitt mark á hverjum 146 mínútum. Þar að auki potaði hann inn fyrsta Evrópudeildarmarkinu í gær, í þriðja leiknum. Hann skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrir Ísland þegar hann brunaði upp hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði. Annað landsliðsmark hans á árinu eftir að hafa stangað boltann inn gegn Svartfjallalandi í september. Sjötti verðmætasti framherjinn Af framherjum er Endrick, Brassinn hjá Real Madrid, langverðmætastur en hann er metinn á 98 milljónir evra. Jhon Durán (70 milljónir) og Evan Ferguson (61 milljón) fylgja eftir í öðru og þriðja sæti. Svo má finna Samu Omorodion (51 milljón) og Vitor Roque (43 milljónir) áður en komið er að Orra. Á eftir honum eru svo George Ilenikhena, Youssoufa Moukoko og Santiago Castro sem eru allir metnir á rétt rúmar 35 milljónir. Hinn átján ári gamli Endrick er talinn verðmætasti ungi framherjinn. Mateo Villalba/Getty Images Fjórir metnir á meira en hundrað milljónir Fjórir leikmenn eru metnir á meira en hundrað milljónir evra. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Lamine Yamal sé í efsta sæti. Hann er metinn á rúmar 180 milljónir evra en Alejandro Garnacho (115 milljónir), Warren Zaire-Emery (109 milljónir) og Sávio (101 milljón) fylgja honum eftir. Lamine Yamal var nýlega valinn besti ungi leikmaður heims og því ætti ekki neinn að furða að hann sé sá verðmætasti. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira
CIES, rannsóknarhópur sem tekur saman ýmsa tölfræði og aðra hluti tengda fótbolta, skipaði hundrað manna listann. Orri var í upphafi sumars metinn á 15,2 milljónir evra af CIES. Hann var síðan keyptur af Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar á tuttugu milljónir evra. Eftir góða spilamennsku undanfarið er virði hans nú talið vera 36 milljónir evra. Það er rúmlega tuttugu milljóna stökk, að mati CIES, á aðeins hálfu ári. Orri hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins spilað að meðaltali 36 mínútur í leik. Það gerir eitt mark á hverjum 146 mínútum. Þar að auki potaði hann inn fyrsta Evrópudeildarmarkinu í gær, í þriðja leiknum. Hann skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrir Ísland þegar hann brunaði upp hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði. Annað landsliðsmark hans á árinu eftir að hafa stangað boltann inn gegn Svartfjallalandi í september. Sjötti verðmætasti framherjinn Af framherjum er Endrick, Brassinn hjá Real Madrid, langverðmætastur en hann er metinn á 98 milljónir evra. Jhon Durán (70 milljónir) og Evan Ferguson (61 milljón) fylgja eftir í öðru og þriðja sæti. Svo má finna Samu Omorodion (51 milljón) og Vitor Roque (43 milljónir) áður en komið er að Orra. Á eftir honum eru svo George Ilenikhena, Youssoufa Moukoko og Santiago Castro sem eru allir metnir á rétt rúmar 35 milljónir. Hinn átján ári gamli Endrick er talinn verðmætasti ungi framherjinn. Mateo Villalba/Getty Images Fjórir metnir á meira en hundrað milljónir Fjórir leikmenn eru metnir á meira en hundrað milljónir evra. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Lamine Yamal sé í efsta sæti. Hann er metinn á rúmar 180 milljónir evra en Alejandro Garnacho (115 milljónir), Warren Zaire-Emery (109 milljónir) og Sávio (101 milljón) fylgja honum eftir. Lamine Yamal var nýlega valinn besti ungi leikmaður heims og því ætti ekki neinn að furða að hann sé sá verðmætasti. Ion Alcoba Beitia/Getty Images
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira