Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Orri Steinn Óskarsson hefur átt frábært ár. Real Sociedad Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. CIES, rannsóknarhópur sem tekur saman ýmsa tölfræði og aðra hluti tengda fótbolta, skipaði hundrað manna listann. Orri var í upphafi sumars metinn á 15,2 milljónir evra af CIES. Hann var síðan keyptur af Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar á tuttugu milljónir evra. Eftir góða spilamennsku undanfarið er virði hans nú talið vera 36 milljónir evra. Það er rúmlega tuttugu milljóna stökk, að mati CIES, á aðeins hálfu ári. Orri hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins spilað að meðaltali 36 mínútur í leik. Það gerir eitt mark á hverjum 146 mínútum. Þar að auki potaði hann inn fyrsta Evrópudeildarmarkinu í gær, í þriðja leiknum. Hann skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrir Ísland þegar hann brunaði upp hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði. Annað landsliðsmark hans á árinu eftir að hafa stangað boltann inn gegn Svartfjallalandi í september. Sjötti verðmætasti framherjinn Af framherjum er Endrick, Brassinn hjá Real Madrid, langverðmætastur en hann er metinn á 98 milljónir evra. Jhon Durán (70 milljónir) og Evan Ferguson (61 milljón) fylgja eftir í öðru og þriðja sæti. Svo má finna Samu Omorodion (51 milljón) og Vitor Roque (43 milljónir) áður en komið er að Orra. Á eftir honum eru svo George Ilenikhena, Youssoufa Moukoko og Santiago Castro sem eru allir metnir á rétt rúmar 35 milljónir. Hinn átján ári gamli Endrick er talinn verðmætasti ungi framherjinn. Mateo Villalba/Getty Images Fjórir metnir á meira en hundrað milljónir Fjórir leikmenn eru metnir á meira en hundrað milljónir evra. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Lamine Yamal sé í efsta sæti. Hann er metinn á rúmar 180 milljónir evra en Alejandro Garnacho (115 milljónir), Warren Zaire-Emery (109 milljónir) og Sávio (101 milljón) fylgja honum eftir. Lamine Yamal var nýlega valinn besti ungi leikmaður heims og því ætti ekki neinn að furða að hann sé sá verðmætasti. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
CIES, rannsóknarhópur sem tekur saman ýmsa tölfræði og aðra hluti tengda fótbolta, skipaði hundrað manna listann. Orri var í upphafi sumars metinn á 15,2 milljónir evra af CIES. Hann var síðan keyptur af Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar á tuttugu milljónir evra. Eftir góða spilamennsku undanfarið er virði hans nú talið vera 36 milljónir evra. Það er rúmlega tuttugu milljóna stökk, að mati CIES, á aðeins hálfu ári. Orri hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins spilað að meðaltali 36 mínútur í leik. Það gerir eitt mark á hverjum 146 mínútum. Þar að auki potaði hann inn fyrsta Evrópudeildarmarkinu í gær, í þriðja leiknum. Hann skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrir Ísland þegar hann brunaði upp hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði. Annað landsliðsmark hans á árinu eftir að hafa stangað boltann inn gegn Svartfjallalandi í september. Sjötti verðmætasti framherjinn Af framherjum er Endrick, Brassinn hjá Real Madrid, langverðmætastur en hann er metinn á 98 milljónir evra. Jhon Durán (70 milljónir) og Evan Ferguson (61 milljón) fylgja eftir í öðru og þriðja sæti. Svo má finna Samu Omorodion (51 milljón) og Vitor Roque (43 milljónir) áður en komið er að Orra. Á eftir honum eru svo George Ilenikhena, Youssoufa Moukoko og Santiago Castro sem eru allir metnir á rétt rúmar 35 milljónir. Hinn átján ári gamli Endrick er talinn verðmætasti ungi framherjinn. Mateo Villalba/Getty Images Fjórir metnir á meira en hundrað milljónir Fjórir leikmenn eru metnir á meira en hundrað milljónir evra. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Lamine Yamal sé í efsta sæti. Hann er metinn á rúmar 180 milljónir evra en Alejandro Garnacho (115 milljónir), Warren Zaire-Emery (109 milljónir) og Sávio (101 milljón) fylgja honum eftir. Lamine Yamal var nýlega valinn besti ungi leikmaður heims og því ætti ekki neinn að furða að hann sé sá verðmætasti. Ion Alcoba Beitia/Getty Images
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira