Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Bryson DeChambeau og Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, eru góðir vinir. Getty/Jonathan Ferrey Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var á svæðinu í Flórída í nótt þegar Donald Trump fagnaði sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024 Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira