FIFA hótar félögunum stórum sektum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 06:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, passar upp á það að félögin hugsi sig tvisvar um ætli þau ekki að mæta með sitt besta lið á HM félagsliða næsta sumar. Getty/John Todd Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira