Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 11:31 José Mourinho virkaði ryðgaður þegar hann renndi sér á hnjánum eftir sigurmark Fenerbahce gegn Trabzonspor. getty/Huseyin Yavuz José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sagði tyrkneskum dómurum til syndanna eftir leikinn gegn Trabzonspor í gær og sagði að hann hefði ekki komið til Tyrklands ef hann hefði vitað hvernig dómgæslan þar sé. Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray. Tyrkneski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Fenerbahce vann leikinn, 2-3, en Sofyan Amrabat skoraði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Mourinho fagnaði með því að hlaupa inn á völlinn og renna sér á hnjáum. Það tókst reyndar ekkert sérstaklega vel hjá þeim portúgalska og hann endaði á því að detta á grasið. Þrátt fyrir sigurinn var Mourinho afar ósáttur eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Trabzonspor fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, báðar eftir inngrip VAR-dómara, og þá taldi Mourinho sína menn svikna um víti fyrir sigurmarkið. „Ég kenni fólkinu hjá Fenerbahce sem fékk mig hingað um. Það sagði mér aðeins hálfan sannleikann. Það sagði mér ekki allan sannleikann því ef þau hefðu gert það hefði ég ekki komið. En með hálfan sannleikann og strákana mína berjumst við gegn andstæðingum og kerfinu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Ekki lengur ósýnilegi maðurinn Hann beindi svo talinu að dómaranum Oguzhan Cakir og VAR-dómaranum Atilla Karaoglan. „Karaoglan var vakandi og gaf tvær vítaspyrnur sem dómarinn gaf ekki. Hann var hins vegar að fá sér tyrkneskt te þegar við áttum að fá klárt víti sem hann gaf ekki,“ sagði Mourinho. „Maður leiksins var Atilla Karaoglan. Við sáum hann ekki en hann var dómarinn. Dómarinn var bara lítill strákur sem var á vellinum en alvöru dómarinn var Atilla Karoglan. Hann fór úr því að vera ósýnilegi maðurinn yfir í að vera mikilvægasti maðurinn á vellinum. Ég held ég tali fyrir hönd allra stuðningsmanna Fenerbahce þegar ég segi að við viljum hann ekki. Við viljum hann ekki sem VAR-dómara. Við viljum ekki sjá hann á vellinum, hvað þá í VAR-herberginu.“ Fenerbahce er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar með 23 stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira