Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Þjóðleikhúsið 4. nóvember 2024 10:39 Margir af fremstu leikurum þjóðarinnar koma fram í Jólaboðinu sem fer í sýningu um miðjan mánuðinn. Þann 14. nóvember næstkomandi hefjast sýningar á Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hefur tvisvar áður verið á fjölum leikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur. Jólaboðið byggir á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder. List og töfrar leikarans heilla okkur öll á aðventunni Leikarar í sýningunni eru margir af fremstu leikurum þjóðarinnar en þetta eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Örn Árnason. Sýningin er mikil leikarasýning enda spreyta þau sig á að leika ólíkar persónur á ýmsum aldursskeiðum. Jólaboðið var sýnt fyrir nokkrum árum í Þjóðleikhúsinu. Sprellfjörug og frumleg en um leið hjartnæm sýning Í Jólaboðinu býðst okkur að fylgjast með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að laga sig að breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök. „Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar… um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar. Gísli Örn Garðarsson ekki einhamur Gísli Örn Garðarsson hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Gísli Örn er auk þess einn af stofnendum Vesturports. Aðspurður um efni sýningarinnar segir hann: „Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar… um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur.“ Listrænir stjórnendur sem hafa marga fjöruna sopið Það er valinn maður í hverju rúmi þegar kemur að aðstandendum sýningarinnar. Dramatúrg sýningarinnar er Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikmyndahöfundur er Börkur Jónsson sem hefur um árabil starfað með Gísla. Salka Sól og Tómas Jónsson semja tónlistina við Jólaboðið. Helga I. Stefándsóttir hannar búninga, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu, Kristján Sigmundur Einarsson er hljóðhönnuður og Salka Sól og Tómas Jónsson semja tónlistina. Í tengslum við sýninguna var lagið Æskujól eftir þau tvö fyrrnefndu gefið út þegar verkið var sýnt upphaflega. Lagið er í anda sýningarinnar, hugljúft og smellið. Matur og leikhús eru dásamlegt kombó Í tengslum við sýningar á Jólaboðinu er hægt að panta dýrindis snittur og njóta þeirra á fráteknu borði í fallegum forsal leikhússins áður en sýningin hefst. Þjóðleikhúsið er nú í samstarfi við veitingahúsið Kastrup um framboð á veitingum. Það er tilvalið að tryggja sér ljúffengar veitingar og gera enn meira úr leikhúsheimsókninni. Jólaboðið er sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins og hefjast sýningar fimmtudaginn 14. Nóvember. Tilvalin sýning fyrir hópa! Leikhús Menning Jól Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
Jólaboðið byggir á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder. List og töfrar leikarans heilla okkur öll á aðventunni Leikarar í sýningunni eru margir af fremstu leikurum þjóðarinnar en þetta eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Örn Árnason. Sýningin er mikil leikarasýning enda spreyta þau sig á að leika ólíkar persónur á ýmsum aldursskeiðum. Jólaboðið var sýnt fyrir nokkrum árum í Þjóðleikhúsinu. Sprellfjörug og frumleg en um leið hjartnæm sýning Í Jólaboðinu býðst okkur að fylgjast með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að laga sig að breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök. „Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar… um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar. Gísli Örn Garðarsson ekki einhamur Gísli Örn Garðarsson hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Gísli Örn er auk þess einn af stofnendum Vesturports. Aðspurður um efni sýningarinnar segir hann: „Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar… um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur.“ Listrænir stjórnendur sem hafa marga fjöruna sopið Það er valinn maður í hverju rúmi þegar kemur að aðstandendum sýningarinnar. Dramatúrg sýningarinnar er Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikmyndahöfundur er Börkur Jónsson sem hefur um árabil starfað með Gísla. Salka Sól og Tómas Jónsson semja tónlistina við Jólaboðið. Helga I. Stefándsóttir hannar búninga, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu, Kristján Sigmundur Einarsson er hljóðhönnuður og Salka Sól og Tómas Jónsson semja tónlistina. Í tengslum við sýninguna var lagið Æskujól eftir þau tvö fyrrnefndu gefið út þegar verkið var sýnt upphaflega. Lagið er í anda sýningarinnar, hugljúft og smellið. Matur og leikhús eru dásamlegt kombó Í tengslum við sýningar á Jólaboðinu er hægt að panta dýrindis snittur og njóta þeirra á fráteknu borði í fallegum forsal leikhússins áður en sýningin hefst. Þjóðleikhúsið er nú í samstarfi við veitingahúsið Kastrup um framboð á veitingum. Það er tilvalið að tryggja sér ljúffengar veitingar og gera enn meira úr leikhúsheimsókninni. Jólaboðið er sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins og hefjast sýningar fimmtudaginn 14. Nóvember. Tilvalin sýning fyrir hópa!
Leikhús Menning Jól Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira