Tuchel skrifaði undir samning sem gildir frá áramótum og fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í N-Ameríku. Á þeim tíma er hann sagður þéna sjö og hálfa milljón punda, sem jafngildir rúmlega 1,3 milljarði króna.
Þar að auki fær hann þriggja milljóna punda bónus ef England vinnur heimsmeistaramótið.
Ekki eins hár bónus og forvera hans, Gareth Southgate, var lofað. Fjórar milljónir punda.

En í samningi Tuchel segir að hann megi vinna fjarvinnu frá München að hluta til, til að vera nær fjölskyldu sinni. Southgate er enskur og bjó og starfaði rétt hjá St. George‘s Park, æfingasvæði Englands. Tuchel mun lifa í Lundunúm sem eru í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð.
Fjarvinna landsliðsþjálfara er að sjálfsögðu engin nýjung og hefur vaxið í vinsældum eftir heimsfaraldurinn. Åge Hareide hefur að mestu sinnt starfi landsliðsþjálfara Íslands undanfarin ár frá Noregi.