Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 17:01 Orri Steinn Óskarsson í leik með Sociedad Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Japaninn Takefusa Kubo kom gestunum yfir á 34. mínútu og Mikel Oyarzabal bætti seinna markinu við úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Orri kom svo inn á fyrir Oyarzabal á 80. mínútu. Sigurinn kemur Real Sociedad upp um fjögur sæti, í efri hluta deildarinnar. Liðið er nú í 10. sæti með fimmtán stig, fyrir ofan Sevilla og Girona vegna betri markatölu. Spænski boltinn
Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Japaninn Takefusa Kubo kom gestunum yfir á 34. mínútu og Mikel Oyarzabal bætti seinna markinu við úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Orri kom svo inn á fyrir Oyarzabal á 80. mínútu. Sigurinn kemur Real Sociedad upp um fjögur sæti, í efri hluta deildarinnar. Liðið er nú í 10. sæti með fimmtán stig, fyrir ofan Sevilla og Girona vegna betri markatölu.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn