„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:10 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir ganga hratt á sjóði Grindavíkurbæjar og kallar eftir viðbótarstuðningi. Vísir/Arnar Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent