Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 18:02 Ronaldo fékk að finna fyrir því eftir að Al Nassr féll úr leik. Vísir/Getty Images Hér að neðan má sjá hinn portúgalska Cristiano Ronaldo brenna af vítaspyrnu í uppbótartíma þegar lið hans Al Nassr tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Al Taawon í Konungsbikarnum í Sádi-Arabíu. Al Nassr er nú þegar sex stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal í efstu deild Sádi-Arabíu þegar átta umferðum er lokið þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn tapað leik. Það hefur hins vegar gert þrjú jafntefli á meðan Al Hilal hefur unnið alla átta leiki sína. Það má því segja að Konungsbikarinn hafi verið eini raunhæfi möguleiki Al Nassr á bikar á leiktíðinni. Fyrir leik gærdagsins var búist við öruggum sigri Al Nassar þar sem Al Taawon er ekki eitt þeirra liða sem er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu. Þekktasta nafn liðsins fyrir þau sem fylgjast með evrópskri knattspyrnu er líklega Musa Barrow. Sá lék með Atalanta og Bologna á Ítalíu áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. Á sama tíma var Aymeric Laporte í miðverðinum hjá Al Nassr, Marcelo Brozovic var á miðri miðjunni, Ronaldo fremstur og þá kom Sadio Mané inn af bekknum. Cristiano Ronaldo missed a 96th-minute penalty as Al Nassr were knocked out of the Saudi King's Cup 😲#BBCFootball pic.twitter.com/dii74F1iN4— Match of the Day (@BBCMOTD) October 30, 2024 Þrátt fyrir þessar stórstjörnur ásamt lunknum Brasilíumönnum þá tókst Al Nassr ekki að skora í leiknum. Besta færið fékk Ronaldo í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. Hann þrumaði boltanum hins vegar yfir. Waleed Al Ahmad reyndist hetja gestanna en hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Al Nassr er nú þegar sex stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal í efstu deild Sádi-Arabíu þegar átta umferðum er lokið þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn tapað leik. Það hefur hins vegar gert þrjú jafntefli á meðan Al Hilal hefur unnið alla átta leiki sína. Það má því segja að Konungsbikarinn hafi verið eini raunhæfi möguleiki Al Nassr á bikar á leiktíðinni. Fyrir leik gærdagsins var búist við öruggum sigri Al Nassar þar sem Al Taawon er ekki eitt þeirra liða sem er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu. Þekktasta nafn liðsins fyrir þau sem fylgjast með evrópskri knattspyrnu er líklega Musa Barrow. Sá lék með Atalanta og Bologna á Ítalíu áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. Á sama tíma var Aymeric Laporte í miðverðinum hjá Al Nassr, Marcelo Brozovic var á miðri miðjunni, Ronaldo fremstur og þá kom Sadio Mané inn af bekknum. Cristiano Ronaldo missed a 96th-minute penalty as Al Nassr were knocked out of the Saudi King's Cup 😲#BBCFootball pic.twitter.com/dii74F1iN4— Match of the Day (@BBCMOTD) October 30, 2024 Þrátt fyrir þessar stórstjörnur ásamt lunknum Brasilíumönnum þá tókst Al Nassr ekki að skora í leiknum. Besta færið fékk Ronaldo í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. Hann þrumaði boltanum hins vegar yfir. Waleed Al Ahmad reyndist hetja gestanna en hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira