Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. október 2024 14:03 Ólafur Egill, Vala og Laddi hafa unnið náið saman að handriti verksins. „Við ætlum að segja sögu Ladda. Þetta er ævisöguleikrit eins og Elly og Níu líf og Ásta og karakterar og persónur Ladda þær halda svolítið á því að segja söguna. Þannig við fáum að sjá Ladda á sviðinu hitta Eirík Fjalar, Dengsa, Hallgrím, Mófreð.“ Þetta segja þau Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir höfundar nýrrar stórsýningar Borgarleikhússins, Þetta er Laddi. Um er að ræða fyrsta viðtalið við teymið um innblásturinn, sköpunarferlið og aðkomu Ladda að sýningunni sem og áhrif hans á íslenskan húmor en tilkynnt var í ágúst síðastliðnum að sýningin væri í bígerð. Klippa: Viðtal við handritshöfunda Þetta er Laddi „Leikhús með stóru L-i“ Í aðalhlutverkum verða Laddi og fremstu gamanleikarar Borgarleikhússins. Leikstjóri er Ólafur Egill en hann skrifaði og leikstýrði metsölusýningunni Níu líf um ævi Bubba Morthens auk þess sem hann er annar af höfundum söngleiksins Elly. „Þetta er leikhús með stóru L-i,“ segir Ólafur Egill og bætir við að öll meðöl leikhússins verði notuð til að gera gríni og tónlist Ladda skil með þeim hætti sem fólk hefur ekki séð áður. Vala Kristín tekur undir það og bætir við að sýningin verði í takt við það sem Laddi hefur verið fyrir íslensku þjóðina. „Hann er eins og flugeldasýning!“ Helstu hlutverk verða í höndum Ásthildar Úu Sigurðardóttur, Birnu Pétursdóttur, Halldórs Gylfasonar, Hákons Jóhannessonar, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Völu Kristínar og Vilhelms Netó. „Það er eiginlega þjóðarsport að herma eftir karakterunum hans Ladda,“ segir Ólafur Egill „og nú fáum við að sjá landsins bestu leikara spreyta sig á því.“ Einnig mun stíga á stokk hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar og ekki má gleyma Ladda sjálfum sem fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að hitta þær fjölmörgu persónur sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og eru þjóðinni svo kærar. Handritshöfundar hafa lagst í mikla heimildarvinnu og skrifað grunn að handriti sýningarinnar en jafnframt fengið Ladda sjálfan til að fylla í eyðurnar. „Laddi er alveg æðrulaus fyrir þessu,“ segir Ólafur og þau Vala Kristín lýsa hversu fallegt það er að fá að segja sögu manns sem ólst upp við erfiðar aðstæður og sneri þeim upp í gull með gleðina og grínið að leiðarljósi. Menning Leikhús Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta segja þau Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir höfundar nýrrar stórsýningar Borgarleikhússins, Þetta er Laddi. Um er að ræða fyrsta viðtalið við teymið um innblásturinn, sköpunarferlið og aðkomu Ladda að sýningunni sem og áhrif hans á íslenskan húmor en tilkynnt var í ágúst síðastliðnum að sýningin væri í bígerð. Klippa: Viðtal við handritshöfunda Þetta er Laddi „Leikhús með stóru L-i“ Í aðalhlutverkum verða Laddi og fremstu gamanleikarar Borgarleikhússins. Leikstjóri er Ólafur Egill en hann skrifaði og leikstýrði metsölusýningunni Níu líf um ævi Bubba Morthens auk þess sem hann er annar af höfundum söngleiksins Elly. „Þetta er leikhús með stóru L-i,“ segir Ólafur Egill og bætir við að öll meðöl leikhússins verði notuð til að gera gríni og tónlist Ladda skil með þeim hætti sem fólk hefur ekki séð áður. Vala Kristín tekur undir það og bætir við að sýningin verði í takt við það sem Laddi hefur verið fyrir íslensku þjóðina. „Hann er eins og flugeldasýning!“ Helstu hlutverk verða í höndum Ásthildar Úu Sigurðardóttur, Birnu Pétursdóttur, Halldórs Gylfasonar, Hákons Jóhannessonar, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Völu Kristínar og Vilhelms Netó. „Það er eiginlega þjóðarsport að herma eftir karakterunum hans Ladda,“ segir Ólafur Egill „og nú fáum við að sjá landsins bestu leikara spreyta sig á því.“ Einnig mun stíga á stokk hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar og ekki má gleyma Ladda sjálfum sem fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að hitta þær fjölmörgu persónur sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og eru þjóðinni svo kærar. Handritshöfundar hafa lagst í mikla heimildarvinnu og skrifað grunn að handriti sýningarinnar en jafnframt fengið Ladda sjálfan til að fylla í eyðurnar. „Laddi er alveg æðrulaus fyrir þessu,“ segir Ólafur og þau Vala Kristín lýsa hversu fallegt það er að fá að segja sögu manns sem ólst upp við erfiðar aðstæður og sneri þeim upp í gull með gleðina og grínið að leiðarljósi.
Menning Leikhús Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira