„Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 10:34 Jón Ingi Sveinsson, sem heldur hér bók fyrir andlit sitt, ræðir við Björgvin Jónsson verjanda sinn. Vísir/Vilhelm Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Þeir eru grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Sakborningarnir eru á annan tug, en fjórir þeirra eru grunaðir um innflutninginn í skemmtiferðaskipinu. Jóni Inga og þremur öðrum sakborningum er gefið að sök að flytja inn tæplega 2,2 kíló af kókaíni til landsins með skemmtiferðaskipi sem lagðist við bryggju á Íslandi þann 11. apríl 2024. Efnin voru falin í tveimur pottum. Í ákæru segir að þeir sem eru ákærðir fyrir brotið hafi sammælst um þátttöku í starfseminni með því að skiptast á skilaboðum í gegnum samskiptaforritið Signal og með símtölum. Þeir hafi rætt sín á milli og gefið leiðbeiningar um það hvernig ætti að koma fíkniefnunum úr skipinu og hverjum ætti að afhenda þau, hvar ætti að sækja þau og hvernig og hvar ætti að fjarlægja efnin úr pottunum. Í ákærunni segir að tveir mannanna hafi komið með efnin til landsins sem farþegar skemmtiferðaskipsins og annar þeirra afhent þriðja manninum þau sem var í kjölfarið handtekinn. Jón Ingi er fjórði maðurinn, en hann er sagður hafa skipulagt innflutninginn. Boðið að kaupa sig inn í málið Fyrir dómi í dag sagðist Jón Ingi hafa komið inn í málið þegar sakborningarnir sem voru í skipinu voru farnir utan. Honum hafi verið boðið að kaupa helming efnanna sem þarna voru, en hann taldi það vera 750 grömm. Hann vildi ekki segja hver hefði boðið honum það. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði Jón Inga út í hvort hann hefði skipulagt þetta „frá upphafi til enda.“ Jón Ingi sagði svo ekki vera. „Það er alveg rangt, alrangt.“ Jón Ingi var jafnframt spurður út í ýmsa hluti sem fram koma í lögreglugögnum, líkt og að einn sakborninganna hafi skuldað honum tíu milljónir króna. Hann sagði það rangt. Þá var hann spurður út í hljóðrituð símtöl lögreglu, en hann neitaði að tjá sig um gögn sem byggðu á þeim, þar sem hann telur að þau byggi á ólöglegum upptökum lögreglu sem hafi ekki haft heimild til að hljóðrita símtöl á meðan hann var erlendis. Þessi angi málsins hefur komið fram áður, og má lesa nánar um hér. Jón Ingi tók þó fram að það sem var eftir honum haft, úr hljóðritun lögreglu, væri ekki rétt. „Þetta er ekki ég,“ sagði hann. Þó sagði hann að enginn annar hefði verið með aðgang að símanum hans. „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég,“ sagði Jón Ingi. Hann sagðist hafa haft vitneskju um að efnin hafi verið falin í pottum, en vildi lítið tjá sig um þátt annarra í málinu. Vantaði peninga vegna þurrks á markaðinum Sá sakborningur sem er grunaður um að hafa tekið við efnunum segist hafa fengið vitneskju af innflutningnum deginum áður. Honum hafi verið sagt að þarna væru á ferðinni eitt og hálft kíló. Hans hlutverk hafi verið að taka við efnunum og skipta þeim upp í einingar. Á þessum tíma hafi hann vantað peninga. Hann hafi stundað smásölu fíkniefna á þessum tíma, en það hafi verið þurrkur á markaðinum. Því hefði þetta getað hjálpað honum. Hann sagði að um væri að ræða „one time thing“, þetta væri semsagt ekki eitthvað sem hann væri að stunda, heldur eitthvað sem hann hefði tekið að sér einu sinni. Hélt að hann væri að fara í skemmtiferð Annar þeirra sakborninga sem voru í skemmiferðarskipinu gaf einnig skýrslu í morgun. Sá sagði að hinn sem var með honum í skipinu hefði boðið honum í ferð. „Ég vissi ekkert að þetta ætti að vera eitthvað svona, annars hefði ég ekki farið,“ sagði hann. Hinn sakborningurinn hefði boðið honum að fara með í ferð því hann vildi ekki fara einn. Hann sagðist hafa vorkennt honum og sjálfur verið nýhættur í ástarsambandi, og því ákveðið að slást með í för. Mælir ekki með París Í byrjun apríl hafi þeir flogið til Madrídar, þaðan farið með lest til Barselóna þar sem pottarnir hafi komið til sögunar. Síðan farið til Parísar. „Ég mæli ekki með París,“ sagði hann fyrir dómi. Þaðan hafi þeir farið til Hamborgar og síðan farið með skemmtiferðaskipinu sem lagðist að bryggju á Íslandi þann 11. apríl. Sakborningurinn sagðist ekki hafa verið meðvitaður um efnin, en hann hafi farið að gruna eitthvað á meðan þeir voru í skipinu. Ferðafélaginn hafi verið taugaóstyrkur. „Mig byrjaði að gruna að það væri eitthvað ólöglegt í gangi þarna. Hann byrjaði að elta mig eins og hann væri skugginn á mér, eða lítill hundur sem elti mig hvert sem ég fór. Ég reyndi að fjarlægjast hann eins mikið og ég gat þá.“ Hann tók fram að efnin sem fundust í pottunum hefðu verið í talsvert meira magni en hann hefði grunað. Man lítið sem ekkert Hinn maðurinn sem var í skemmtiferðarskipinu gaf einnig skýrslu. Hann hefur játað sök og hans þáttur verið dreginn frá málinu og verður tekinn fyrir síðar. Hann gaf því skýrslu sem vitni en ekki sakborningur. Hann sagðist eiga við geðræn vandamál að stríða, og vera á geðlyfjum. Hann sagðist því lítið sem ekkert muna eftir þessum innflutningi. Fréttin hefur verið uppfærð með síðasta framburðinum. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Þeir eru grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Sakborningarnir eru á annan tug, en fjórir þeirra eru grunaðir um innflutninginn í skemmtiferðaskipinu. Jóni Inga og þremur öðrum sakborningum er gefið að sök að flytja inn tæplega 2,2 kíló af kókaíni til landsins með skemmtiferðaskipi sem lagðist við bryggju á Íslandi þann 11. apríl 2024. Efnin voru falin í tveimur pottum. Í ákæru segir að þeir sem eru ákærðir fyrir brotið hafi sammælst um þátttöku í starfseminni með því að skiptast á skilaboðum í gegnum samskiptaforritið Signal og með símtölum. Þeir hafi rætt sín á milli og gefið leiðbeiningar um það hvernig ætti að koma fíkniefnunum úr skipinu og hverjum ætti að afhenda þau, hvar ætti að sækja þau og hvernig og hvar ætti að fjarlægja efnin úr pottunum. Í ákærunni segir að tveir mannanna hafi komið með efnin til landsins sem farþegar skemmtiferðaskipsins og annar þeirra afhent þriðja manninum þau sem var í kjölfarið handtekinn. Jón Ingi er fjórði maðurinn, en hann er sagður hafa skipulagt innflutninginn. Boðið að kaupa sig inn í málið Fyrir dómi í dag sagðist Jón Ingi hafa komið inn í málið þegar sakborningarnir sem voru í skipinu voru farnir utan. Honum hafi verið boðið að kaupa helming efnanna sem þarna voru, en hann taldi það vera 750 grömm. Hann vildi ekki segja hver hefði boðið honum það. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði Jón Inga út í hvort hann hefði skipulagt þetta „frá upphafi til enda.“ Jón Ingi sagði svo ekki vera. „Það er alveg rangt, alrangt.“ Jón Ingi var jafnframt spurður út í ýmsa hluti sem fram koma í lögreglugögnum, líkt og að einn sakborninganna hafi skuldað honum tíu milljónir króna. Hann sagði það rangt. Þá var hann spurður út í hljóðrituð símtöl lögreglu, en hann neitaði að tjá sig um gögn sem byggðu á þeim, þar sem hann telur að þau byggi á ólöglegum upptökum lögreglu sem hafi ekki haft heimild til að hljóðrita símtöl á meðan hann var erlendis. Þessi angi málsins hefur komið fram áður, og má lesa nánar um hér. Jón Ingi tók þó fram að það sem var eftir honum haft, úr hljóðritun lögreglu, væri ekki rétt. „Þetta er ekki ég,“ sagði hann. Þó sagði hann að enginn annar hefði verið með aðgang að símanum hans. „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég,“ sagði Jón Ingi. Hann sagðist hafa haft vitneskju um að efnin hafi verið falin í pottum, en vildi lítið tjá sig um þátt annarra í málinu. Vantaði peninga vegna þurrks á markaðinum Sá sakborningur sem er grunaður um að hafa tekið við efnunum segist hafa fengið vitneskju af innflutningnum deginum áður. Honum hafi verið sagt að þarna væru á ferðinni eitt og hálft kíló. Hans hlutverk hafi verið að taka við efnunum og skipta þeim upp í einingar. Á þessum tíma hafi hann vantað peninga. Hann hafi stundað smásölu fíkniefna á þessum tíma, en það hafi verið þurrkur á markaðinum. Því hefði þetta getað hjálpað honum. Hann sagði að um væri að ræða „one time thing“, þetta væri semsagt ekki eitthvað sem hann væri að stunda, heldur eitthvað sem hann hefði tekið að sér einu sinni. Hélt að hann væri að fara í skemmtiferð Annar þeirra sakborninga sem voru í skemmiferðarskipinu gaf einnig skýrslu í morgun. Sá sagði að hinn sem var með honum í skipinu hefði boðið honum í ferð. „Ég vissi ekkert að þetta ætti að vera eitthvað svona, annars hefði ég ekki farið,“ sagði hann. Hinn sakborningurinn hefði boðið honum að fara með í ferð því hann vildi ekki fara einn. Hann sagðist hafa vorkennt honum og sjálfur verið nýhættur í ástarsambandi, og því ákveðið að slást með í för. Mælir ekki með París Í byrjun apríl hafi þeir flogið til Madrídar, þaðan farið með lest til Barselóna þar sem pottarnir hafi komið til sögunar. Síðan farið til Parísar. „Ég mæli ekki með París,“ sagði hann fyrir dómi. Þaðan hafi þeir farið til Hamborgar og síðan farið með skemmtiferðaskipinu sem lagðist að bryggju á Íslandi þann 11. apríl. Sakborningurinn sagðist ekki hafa verið meðvitaður um efnin, en hann hafi farið að gruna eitthvað á meðan þeir voru í skipinu. Ferðafélaginn hafi verið taugaóstyrkur. „Mig byrjaði að gruna að það væri eitthvað ólöglegt í gangi þarna. Hann byrjaði að elta mig eins og hann væri skugginn á mér, eða lítill hundur sem elti mig hvert sem ég fór. Ég reyndi að fjarlægjast hann eins mikið og ég gat þá.“ Hann tók fram að efnin sem fundust í pottunum hefðu verið í talsvert meira magni en hann hefði grunað. Man lítið sem ekkert Hinn maðurinn sem var í skemmtiferðarskipinu gaf einnig skýrslu. Hann hefur játað sök og hans þáttur verið dreginn frá málinu og verður tekinn fyrir síðar. Hann gaf því skýrslu sem vitni en ekki sakborningur. Hann sagðist eiga við geðræn vandamál að stríða, og vera á geðlyfjum. Hann sagðist því lítið sem ekkert muna eftir þessum innflutningi. Fréttin hefur verið uppfærð með síðasta framburðinum.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira