Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 07:30 Tónlistarkonan Olivia Rodrigo og knattspyrnumaðurinn Rodri eru með svipað nafn og það skapaði ákveðinn misskilning. Getty/Frazer Harrison/MI News Nettröllin lentu í ákveðnu vandamáli þegar þau vildu herja á spænska miðjumanninn Rodri eftir að hann fékk Gullhnöttinn, Ballon d'Or, á mánudagskvöldið. Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira