Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 07:12 Neymar hefur spilað 128 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim 79 mörk. Vísir/Getty Images Kaup brasilíska knattspyrnumannsins Neymar á glæsivillu í Flórída á þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna hafa ýtt undir þær sögusagnir að Brasilíumaðurinn gæti orðið samherji Lionel Messi hjá Inter Miami áður en langt um líður. Hinn 32 ára gamli Neymar spilar í dag fyrir Al Hilal í Sádi-Arabíu og sneri nýverið aftur á völlinn eftir næstum ár frá keppni eftir að hann sleit krossband í hné. Hann samdi við Al Hilal í ágúst á síðasta ári eftir sex ár hjá París Saint-Germain þar sem hann spilaði með Messi. Þeir spiluðu einnig saman hjá Barcelona þar áður. Neymar skrifaði undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu og verður því samningslaus í ágúst á næsta ári. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Neymar framlengi samning sinn við Al Hilal. Nú hefur hann keypt rándýra eign í Bal Harbour-hverfinu á Miami. Þar býr meðal annars Micky Arison, eigandi NBA-liðsins Miami Heat. Þá sagði Neymar fyrr á þessu ári að hann myndi vilja spila með Messi á nýjan leik. Exclusive: Brazilian soccer star Neymar has purchased a piece of waterfront land in Miami for $26 million amid speculation he may be joining the Major League Soccer team Inter Miami https://t.co/NRnwCyIHaF— The Wall Street Journal (@WSJ) October 28, 2024 „Vonandi getum við spilað saman á ný. Leo er frábær persóna, það þekkja hann allir og ég tel hann mjög glaðan. Ef hann er glaður er ég glaður,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN í mars síðastliðnum. Fari svo að Neymar myndi ganga í raðir Inter Miami þá yrði hann enn einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem ákveður að venda kvæði sínu í kross og flytja til Bandaríkjanna. Ásamt Messi eru Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allir á mála hjá félaginu sem er komið með annan fótinn í undanúrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Neymar spilar í dag fyrir Al Hilal í Sádi-Arabíu og sneri nýverið aftur á völlinn eftir næstum ár frá keppni eftir að hann sleit krossband í hné. Hann samdi við Al Hilal í ágúst á síðasta ári eftir sex ár hjá París Saint-Germain þar sem hann spilaði með Messi. Þeir spiluðu einnig saman hjá Barcelona þar áður. Neymar skrifaði undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu og verður því samningslaus í ágúst á næsta ári. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Neymar framlengi samning sinn við Al Hilal. Nú hefur hann keypt rándýra eign í Bal Harbour-hverfinu á Miami. Þar býr meðal annars Micky Arison, eigandi NBA-liðsins Miami Heat. Þá sagði Neymar fyrr á þessu ári að hann myndi vilja spila með Messi á nýjan leik. Exclusive: Brazilian soccer star Neymar has purchased a piece of waterfront land in Miami for $26 million amid speculation he may be joining the Major League Soccer team Inter Miami https://t.co/NRnwCyIHaF— The Wall Street Journal (@WSJ) October 28, 2024 „Vonandi getum við spilað saman á ný. Leo er frábær persóna, það þekkja hann allir og ég tel hann mjög glaðan. Ef hann er glaður er ég glaður,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN í mars síðastliðnum. Fari svo að Neymar myndi ganga í raðir Inter Miami þá yrði hann enn einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem ákveður að venda kvæði sínu í kross og flytja til Bandaríkjanna. Ásamt Messi eru Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allir á mála hjá félaginu sem er komið með annan fótinn í undanúrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira