Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2024 15:01 Í haust eru 10 ár frá því að platan Heim kom út og ætlar Jón að fagna því með aðdáendum sínum um helgina. Vísir/Vilhelm Í haust eru tíu ár frá því að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gaf út plötuna Heim og ætlar hann að flytja hana í heild sinni næstkomandi laugardagskvöld í Salnum í Kópavogi. Hann segir að margt hafi drifið á daga sína frá því að platan kom út en á plötunni flutti hann í fyrsta skiptið lög á móðurmálinu. Jón segir í samtali við Vísi að lögin á plötunni hafi upphaflega verið á ensku og hafi átt að koma út haustið 2012 í beinu framhaldi af plötunni Wait for fate sem kom út árið 2011. Það sem kom í veg fyrir það var plötusamningur við Sony í Bandaríkjunum og þurfti hann að fylgja þeirra skipunum í einu og öllu. „Okkar besti maður L.A. Reid vildi bera mig á öxlum sér í henni Ameríku svo ég þurfti að setja allt á ís hér heima. Ég fékk svo leyfi hjá Sony til að gefa út Þjóðhátíðarlagið Ljúft að vera til sumarið 2014 og áttaði mig þá á því hvað það var gaman að heyra fólk syngja með á okkar ylhýra. Ég hafði nefnilega líka sungið dúetta með Bó Hall og Ragga Bjarna á móðurmálinu svo þegar ég fékk mig lausan undan samningnum úti kom ekkert annað til greina en að snara öllum lögunum yfir á íslensku,“ segir Jón. Tók sorgina út þremur vikum eftir tapið Tíminn var þó knappur og fékk hann því aðstoð frá vini sínum, Einari Lövdahl, að þýða texta laganna yfir á ensku. „Hann á til dæmis textann við Gefðu allt sem þú átt, sem hafði fram að því borið heitið Give all you got,“ segir hann og bætir við: „Það var heldur ekkert að hjálpa helgina fyrir upptökur að tapa úrslitaleiknum í Íslandsmótinu gegn Stjörnunni. Við höfðum nefnilega bara þrjár vikur til að taka upp alla plötuna áður en við áttum að skila henni til Senu. Til að ná jólaflóðinu, sjáðu til. Svo ég þurfti að gjöra svo vel að slökkva á öllum tilfinningum tengdu tapinu og demba mér í gerð laganna. Það var svo ekki fyrr en eftir það kapphlaup að ég varð alveg hundfúll og leiðinlegur til að taka út sorgina sem fylgdi því að tapa leiknum stóra.“ Hefur kynnst mörgu frábæru fólki Eins og áður segir eru tíu ár frá því að platan Heim kom út og er óhætt að segja ferill Jóns í skemmtanalífinu á Íslandi hafi blómstrað. Spurður hvernig þessi 10 ár hafi verið stendur ekki á svari. „Barnafjöldinn tvöfaldaðist úr tveimur í fjögur, við Hafdís Björk giftum okkur, ég varð Íslandsmeistari með FH, ég gerði Þjóðhátíðarlög með Frikka, við sömdum tónlist fyrir Þjóðleikhúsið, ég gerði lag með GDRN, Frikki fór í Söngvakeppnina, ég söng fyrir Íslandshönd á HM í handbolta í Katar, Ísland fór á EM og HM í fótbolta, Covid kom og fór, eldri sonur minn greindist með sykursýki, ég kynnti Söngvakeppnina, ég stýrði fjölskylduþætti á RÚV, ég stofnaði strákahljómsveit, ég byrjaði í uppistandi og svona mætti lengi telja,“ segir hann. En hvað stendur upp úr á ferlinum, fram til þessa? „Það liggur í augum uppi að brúðkaup og fæðingar barnanna standa upp úr en þar fyrir utan stendur upp úr að kynnast ótrúlega mörgu frábæru fólki. Bæði í tónlistinni, í þáttagerðinni og í lífinu sjálfu. Það er svo gaman að hafa opinn faðminn og þannig halda áfram að eignast góða vini sem næra mann og kenna manni nýja hluti.“ Fúll yfir lélegri sölu Hvað værir þú að gera ef þú hefðir aldrei gefið út plötuna fyrir tíu árum? „Ég hugsa að ég væri nú vonandi ennþá í tónlist. Eða vonandi. Þessi útgáfa var skondin að því leitinu að hún markaði eiginlega endalok geisladisksins. Hún var ofarlega á öllum listum en sölutölurnar voru engan veginn í takt við plötuna sem ég gaf út þremur árum áður. Keppnismaðurinn í mér var fyrst rosalega fúll með þá staðreynd en svo tekur maður gleði sína á ný þegar maður fattar að það er fullt af fólki sem tengir við lögin. Sumir meira að segja fá mig til að spila þau á stórum stundum í sínu lífi og svo eru það nokkrir, ekki margir, sem hafa flúrað texta af plötunni á sig. Það finnst mér magnað.“ Og að lokum er ekki úr vegi að spyrja Jón hvað sé hans uppáhaldslag á plötunni? „Áður en ég nefni uppáhaldslagið mitt verð ég að nefna lagið Gefðu allt sem þú átt. Það var singúllinn sem fylgdi plötunni og það varð strax algjör hittari. Ætli ég sé ekki búinn að spila það svona þúsund sinnum síðan, hið minnsta. En uppáhaldslagið mitt er Ykkar koma. Það varð til í miðju ferlinu og útsetninginni hjá strákunum kom svo náttúrulega þegar ég sýndi þeim það í sándtékki fyrir sjónvarpsþátt á Stöð 2. Ekki skemmir svo fyrir að textinn er um börnin mín og föðurhlutverkið er einmitt svo stór hluti af minni tilveru og veitir mér hamingju og tilgang á hverjum degi,“ segir þessi hæfileikaríki tónlistarmaður að lokum. Afmælistónleikarnir fara fram á laugardagskvöldið í Salnum í Kópavogi. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Jón segir í samtali við Vísi að lögin á plötunni hafi upphaflega verið á ensku og hafi átt að koma út haustið 2012 í beinu framhaldi af plötunni Wait for fate sem kom út árið 2011. Það sem kom í veg fyrir það var plötusamningur við Sony í Bandaríkjunum og þurfti hann að fylgja þeirra skipunum í einu og öllu. „Okkar besti maður L.A. Reid vildi bera mig á öxlum sér í henni Ameríku svo ég þurfti að setja allt á ís hér heima. Ég fékk svo leyfi hjá Sony til að gefa út Þjóðhátíðarlagið Ljúft að vera til sumarið 2014 og áttaði mig þá á því hvað það var gaman að heyra fólk syngja með á okkar ylhýra. Ég hafði nefnilega líka sungið dúetta með Bó Hall og Ragga Bjarna á móðurmálinu svo þegar ég fékk mig lausan undan samningnum úti kom ekkert annað til greina en að snara öllum lögunum yfir á íslensku,“ segir Jón. Tók sorgina út þremur vikum eftir tapið Tíminn var þó knappur og fékk hann því aðstoð frá vini sínum, Einari Lövdahl, að þýða texta laganna yfir á ensku. „Hann á til dæmis textann við Gefðu allt sem þú átt, sem hafði fram að því borið heitið Give all you got,“ segir hann og bætir við: „Það var heldur ekkert að hjálpa helgina fyrir upptökur að tapa úrslitaleiknum í Íslandsmótinu gegn Stjörnunni. Við höfðum nefnilega bara þrjár vikur til að taka upp alla plötuna áður en við áttum að skila henni til Senu. Til að ná jólaflóðinu, sjáðu til. Svo ég þurfti að gjöra svo vel að slökkva á öllum tilfinningum tengdu tapinu og demba mér í gerð laganna. Það var svo ekki fyrr en eftir það kapphlaup að ég varð alveg hundfúll og leiðinlegur til að taka út sorgina sem fylgdi því að tapa leiknum stóra.“ Hefur kynnst mörgu frábæru fólki Eins og áður segir eru tíu ár frá því að platan Heim kom út og er óhætt að segja ferill Jóns í skemmtanalífinu á Íslandi hafi blómstrað. Spurður hvernig þessi 10 ár hafi verið stendur ekki á svari. „Barnafjöldinn tvöfaldaðist úr tveimur í fjögur, við Hafdís Björk giftum okkur, ég varð Íslandsmeistari með FH, ég gerði Þjóðhátíðarlög með Frikka, við sömdum tónlist fyrir Þjóðleikhúsið, ég gerði lag með GDRN, Frikki fór í Söngvakeppnina, ég söng fyrir Íslandshönd á HM í handbolta í Katar, Ísland fór á EM og HM í fótbolta, Covid kom og fór, eldri sonur minn greindist með sykursýki, ég kynnti Söngvakeppnina, ég stýrði fjölskylduþætti á RÚV, ég stofnaði strákahljómsveit, ég byrjaði í uppistandi og svona mætti lengi telja,“ segir hann. En hvað stendur upp úr á ferlinum, fram til þessa? „Það liggur í augum uppi að brúðkaup og fæðingar barnanna standa upp úr en þar fyrir utan stendur upp úr að kynnast ótrúlega mörgu frábæru fólki. Bæði í tónlistinni, í þáttagerðinni og í lífinu sjálfu. Það er svo gaman að hafa opinn faðminn og þannig halda áfram að eignast góða vini sem næra mann og kenna manni nýja hluti.“ Fúll yfir lélegri sölu Hvað værir þú að gera ef þú hefðir aldrei gefið út plötuna fyrir tíu árum? „Ég hugsa að ég væri nú vonandi ennþá í tónlist. Eða vonandi. Þessi útgáfa var skondin að því leitinu að hún markaði eiginlega endalok geisladisksins. Hún var ofarlega á öllum listum en sölutölurnar voru engan veginn í takt við plötuna sem ég gaf út þremur árum áður. Keppnismaðurinn í mér var fyrst rosalega fúll með þá staðreynd en svo tekur maður gleði sína á ný þegar maður fattar að það er fullt af fólki sem tengir við lögin. Sumir meira að segja fá mig til að spila þau á stórum stundum í sínu lífi og svo eru það nokkrir, ekki margir, sem hafa flúrað texta af plötunni á sig. Það finnst mér magnað.“ Og að lokum er ekki úr vegi að spyrja Jón hvað sé hans uppáhaldslag á plötunni? „Áður en ég nefni uppáhaldslagið mitt verð ég að nefna lagið Gefðu allt sem þú átt. Það var singúllinn sem fylgdi plötunni og það varð strax algjör hittari. Ætli ég sé ekki búinn að spila það svona þúsund sinnum síðan, hið minnsta. En uppáhaldslagið mitt er Ykkar koma. Það varð til í miðju ferlinu og útsetninginni hjá strákunum kom svo náttúrulega þegar ég sýndi þeim það í sándtékki fyrir sjónvarpsþátt á Stöð 2. Ekki skemmir svo fyrir að textinn er um börnin mín og föðurhlutverkið er einmitt svo stór hluti af minni tilveru og veitir mér hamingju og tilgang á hverjum degi,“ segir þessi hæfileikaríki tónlistarmaður að lokum. Afmælistónleikarnir fara fram á laugardagskvöldið í Salnum í Kópavogi.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið