Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 11:01 Pétur Guðmundsson þótti skara fram úr í dómgæslunni í Bestu deild karla í ár. Stöð 2 Sport Pétur Guðmundsson er dómari ársins í Bestu deild karla í fótbolta, bæði að mati Stúkunnar á Stöð 2 Sport og að mati leikmanna deildarinnar. Guðmundur Benediktsson ræddi við hann eftir lokaleik deildarinnar í gær. Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara. Besta deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Pétur átti frábært sumar og lagði sitt að mörkum við að gera deildina skemmtilega enda þekktur fyrir að vilja sem minnst þurfa að stöðva leikinn. Guðmundur benti á að það hlyti þó að verða sífellt erfiðara að dæma leiki, með síauknum hraða og gervigrasvæðingu: „Þetta er orðið meira krefjandi. Þetta er vissulega orðinn hraðari leikur, sem betur fer, við máttum nú alveg við því. Og við þolum það alveg. Við höndlum þetta. Við komum alltaf vel undirbúnir og æfum okkur vel fyrir mót, en vissulega geta hraðir leikir hjá góðum liðum verið mjög krefjandi, eins og við sáum hérna [í leik Víkings og Breiðabliks]. Þá þurfa menn að vera í toppstandi til að halda í við þetta,“ sagði Pétur sem meðal annars hlaut þann heiður að dæma bikarúrslitaleikinn í ár. Dómarar tilbúnir en strandar á peningum Sífellt fleiri deildir notast við myndbandsdómgæslu en hennar nýtur þó ekki við í Bestu deildinni. Pétur reiknar ekki með að eiga eftir að kíkja í VAR-sjána áður en dómaraferlinum lýkur: „Nei, ég á það stutt eftir af þessu þannig að ég hugsa að ég nái því nú ekki. En ég held að VAR hljóti að koma í framtíðinni. Við erum klárir og búnir að þjálfa okkar bestu menn í þetta. Þeir eru tilbúnir en ég held að þetta strandi bara á peningum. En ég hef trú á að þetta komi,“ segir Pétur. Guðmundur hvatti Pétur, sem verður 55 ára í næsta mánuði, til að dæma áfram sem lengst. „Við megum dæma óaldurstengt, þannig að ef að menn ná þrektestinu þá mega þeir dæma,“ segir Pétur sem hvetur jafnframt fólk til að spreyta sig á dómgæslu því þörfin sé vissulega til staðar fyrir fleiri dómara.
Besta deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira