Pétur tók við Val 2017. Undir hans stjórn vann liðið fjóra Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.
Pétur stýrði Val í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í úrslitaleik Bestu deildarinnar í haust. Jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar.
Valur vann hins vegar Breiðablik, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.