Ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geti reynst flokknum erfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 22:53 Karen Kjartansdóttir, almannatengill rýndi í baráttuna. vísir/vilhelm Almannatengill segir ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geta reynst flokknum erfið enda er hann bundinn af reglum um fléttu- eða paralista. Það geti verið snjallt þegar formenn flokka tjá sig lítið um eigin skoðanir í dægurmálum. Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent