Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2024 11:50 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, bendir á að þing hafi verið rofið og setur spurningamerki við umboð starfsstjórnar. Vísir/Vilhelm Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira