„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 15:23 Bjarni Benediktsson er kominn í kosningaham. Hann ræddi meðal annars útlendingamálin hispurslaust í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira