Mæta besta liði í heimi: „Verður spennandi að takast á við það“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 15:45 Sveindís Jane Jónsdóttir ein af skærustu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í æfingaleik í Austin, Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Um fyrri leik liðanna í tveggja leikja æfingaleikja hrinu er að ræða og andstæðingur Íslands gæti vart orðið sterkari. „Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira