Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 22:31 Jose Mourinho stýrir nú liði Fenerbahce en mætir sínum gömlu félögum á morgun. Getty/Joris Verwijst Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, mætir sínu gamla félagi í Evrópudeildinni á morgun þegar Manchester United spilar við tyrkneska liðið. Mourinho var að sjálfsögðu spurður út í sitt gamla félag á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira