„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:00 Leikmenn Shakhtar hafa þurft að glíma við ýmislegt síðustu misseri. Vísir/Getty „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við. Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira