Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 13:25 Steinunn Ólína segist enga löngun hafa til að fara í framboð núna, hún hafi öðrum hnöppum að hneppa. vísir/arnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. „Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“ Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“
Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda