Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 21:02 Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson eru einu tveir sitjandi oddvitarnir sem detta út hjá Flokki fólksins samvkæmt Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni. Hér má sjá mynd frá deginum sem þeir félagarnir settust á þing í fyrsta skipti. vísir/vilhelm Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“ Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“
Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56