Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokk á útleið Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 23:19 Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á útleið eftir fundi kjördæmaráða í dag. Fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum verða ekki á lista í næstu Alþingiskosningum. Um er að ræða fjóra karla og eina konu úr fjórum kjördæmum. Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans. Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans.
Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44