Þetta kemur fram í viðtali við Jón á mbl.is. „Svona er það þá bara. Ég var að etja kappi við varaformann flokksins,“ sagði Jón í viðtalinu sem var tekið skömmu eftir að niðurstaðan varð ljós.
„Svona er þetta í okkar flokki. Það er bara lýðræðisleg niðurstaða í þessu, og fólkið velur, og ég auðvitað sætti mig bara við það,“ sagði hann einnig í viðtalinu.
Jón ákvað að bjóða sig ekki fram í nein önnur sæti lista flokksins og yfirgaf fundinn stuttu eftir að niðurstaðan varð ljós.
Efstu fjögur sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru svona skipuð: Bjarni Benediktsson í 1. sæti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í 2. sæti, Bryndís Haraldsdóttir í 3. sæti og Rósa Guðbjartsdóttir í 4. sæti.