Auð­velt hjá Börsungum gegn Sevilla

Robert Lewandowski skoraði tvö í kvöld
Robert Lewandowski skoraði tvö í kvöld Vísir/Getty

Barcelona er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið fór létt með Sevilla í kvöld í leik sem sumir héldu að yrði ef til vill einhverskonar prófsteinn fyrir Börsunga.

Svo reyndist alls ekki vera en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og gerðu í raun út um hann í fyrri hálfleik með þremur mörkum. Lewandowski skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 24. mínútu, Pedri tvöfaldaði forskotið svo fjórum mínútum síðar og Lewandowski var svo aftur á ferðinni á 39. mínútu.

Gestirnir frá Sevilla voru heillum horfnir í kvöld, voru lítið með boltann og sköpuðu sér fá alvöru færi. Varamaðurinn Pablo Torre gekk svo endanlega frá leiknum á 82. mínútu þegar hann skoraði fjórða mark Barcelona. Hann var hvergi nærri hættur en hann náði að setja annað mark áður en leikurinn kláraðist.

Stanis Idumbo Muzambo skoraði sárabótamark fyrir Sevilla undir lokin en það breytti engu um lokaniðurstöðuna, öruggur 5-1 sigur Barcelona staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira