Real Madrid er enn ósigrað í spænsku úrvalsdeildinni en liðið lagði Celta Vigo í kvöld 1-2 með mörkum frá Mbappe og Vini Jr.
Mbappe skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu en þetta var sjötta mark hans í níu leikjum. Svíinn ungi Williot Swedberg jafnaði metin svo í seinni hálfleik en Vini Jr. innsiglaði sigur Real Madrid á 66. mínútu.
Real Madrid fer því eins og áður sagði upp að hlið Barcelona á toppi deildarinnar. Bæði lið með 24 stig en Real hefur ekki enn tapað leik í deildinni, líkt og reyndar nágrannar þeirra í Atlético, sem sitja í 3. sætinu með 17 stig, og fleiri jafntefli (fimm) en sigra (fjóra).