Innlent

Lyfjaávísanir um 20 lækna til rann­sóknar hjá land­læknis­em­bættinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
E-pillur
E-pillur

Lyfjaávísanir um það bil 20 lækna eru til rannsóknar hjá landlæknisembættinu og hafa viðkomandi annað hvort fengið sent bréf frá embættinu eða eiga von á bréfi, þar sem þeim gefst kostur á andsvörum.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Haft er eftir Jóhanni M. Lenharðssyni, sviðsstjóra eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu, að um sé að ræða óvenjumarga lækna sem séu til rannsóknar á sama tíma. Flest málin séu tilkomin í kjölfar ábendinga og varði ávísun ávana- og fíknilyfja.

„Landlæknir hefur ýmis úrræði,“ segir Jóhann. „Í fyrsta lagi að gera ekki neitt ef rann­sókn­in ber með sér að ekki sé til­efni til að grípa til úrræða en einnig að veita lækn­un­um form­leg til­mæli eða veita þeim áminn­ingu ef svo ber und­ir. Al­geng­ara er að það sé gert frek­ar en að svipta fólk starfs­leyfi.“

Þrír læknar hafa verið sviptir starfsleyfi frá 2020 til 2024 en fjallað hefur verið um að minnsta kosti tvö málanna í fréttum; lækni sem framkvæmdi ónauðsynlegar aðgerðir á börnum og lækni sem ávísaði lyfjum á látna konu í áratug.

Níu læknar fengu áminningu á tímabilinu og 43 formleg tilmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×