Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 17:43 Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“