Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 15:20 Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptir um kjördæmi, og býður sig fram í sama kjördæmi og formaðurinn. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira